- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram á Selfossvelli helgina 8. - 9. júlí. Þar var besta frjálsíþróttafólk landsins að berjast um meistaratitlana. Keppendur voru um 200, þar á meðal tveir Skagfirðingar, þau Ísak Óli Traustason og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, sem bæði unnu til gullverðlauna í sínum greinum. Þóranna Ósk varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,72m, sem er nýtt skagfirskt héraðsmet utanhúss. Gamla metið átti hún sjálf, 1,67m, sett á Gautaborgarleikunum 2014. Ísak Óli varð Íslandsmeistari í 110m grindahlaupi karla, hljóp á 15,26sek, sem er besti tími hans í sumar.
Til hamingju Þóranna Ósk og Ísak Óli !
Hægt er að sjá öll úrslit HÉR !