Formenn kkd Tindastóls og Njarðvíkur hafa komist að samkomulagi um að leikurinn sem við Tindastóll áttum að leika við Njarðvík (í Njarðvík) næstkomandi föstudagskvöld verður leikinn á Sauðárkróki. kl 19:15
Er þessi leikur seinni leikur Tindastóls í riðlakeppni lengjubikarsins. Það verða aðeins þessir tveir leikir hjá okkur í riðlakeppninni þessi leikur og leikurinn við Kfí. Þór Þorlákshöfn dró lið sitt úr keppni stutt fyrir mót og áttum við að fá heimaleik við þá. En þá var komin upp sú staða að við Tindastóll áttum ekki neinn heimaleik í riðlakeppninni. En til að gera langa sögu stutta þá féllust Njarðvíkingar á að færa sinn leik við Tindastól til Sauðárkróks, eiga Njarðvíkingar mikið hrós skilið fyrir það. Það er gömul saga og ný að ótrúlegustu hluti er hægt að leysa ef viljinn er hafður að vopni.
f/h Kkd Tindastóls Stefán Jónsson Formaður.