Góður árangur á Sumarmóti UMSS

 

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum var haldið sunnudaginn 12. júlí.  Mótið fór fram í blíðskaparveðri og var 21 keppandi skráður til leiks.  Keppt var í 100m, 200m og 400m hlaupum, kúluvarpi, spjótkasti, hástökki og langstökki. Keppendur voru frá 12 ára aldri upp í fullorðinsflokka.

Góður árangur náðist og er þar helst að nefna, að Daníel Þórarinsson UMSS sigraði í öllum hlaupagreinum karla og stórbætti sinn fyrri árangur.  100m hljóp hann á 11,19sek (átti 11,28), 200m á 22,26sek (átti 22,77) og 400 metra á 49,57sek (átti 50,51)..

Þetta mót var einnig liður í þjálfun starfsfólks í mótahaldi, en UMSS heldur Meistaramót Íslands 15-22 ára dagana 15.-16. ágúst.

ÚRSLIT !