- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum verður haldið á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði nú um helgina, 12.-13. júlí.
Landsins besta frjálsíþróttafólk mætir til leiks, nálægt 200 keppendur frá 13 félögum og samböndum. Að vanda eru ÍR-ingar fjölmennastir (65), en síðan koma Blikar og FH-ingar (33), Ármenningar og Akureyringar (14), Skarphéðnar (9) og Skagfirðingar (7), aðrir með fámennari sveitir.
Skagfirska frjálsíþróttafólkið hefur í sumar náð glæsilegum árangri og sýnt miklar framfarir, það verður gaman að fylgjast með þeim í keppni við aðra í besta flokki hérlendis.
Fylgist með þeim HÉR !