Stjórn Kkd Tindastóls hefur endurráðið Tashawna Higgins þjálfara og leikmann mfl kvenna fyrir næsta tímabil. Tashawna er mikill happafengur fyrir félagið og fær tækifæri á að halda áfram að móta okkar ungu leikmenn á næsta tímabili. Var það mat stjórnar að hún væri okkar fyrsti kostur sem þjálfari eftir frábært gengi kvennaliða Tindastóls í vetur. Er það nokkuð ljóst það að vera þjálfari og leikmaður í meistaraflokki geti verið strembið og hefur stjórn Kkd Tindastóls einnig ráðið Kára Marísson sem aðstoðarþjálfara hjá mfl kvenna næsta tímabil. Telur stjórn KKd að með ráðningu Kára sem aðstoðarþjálfara að það eigi eftir að hjálpa mikið til í því að gera okkar góðu leikmenn enn betri og hjálpi mikið til á æfingum og tala nú ekki um í leikjum. Er óhætt að segja að það séu bjartir tímar séu framundan í Skagafirðinum. Áfram Tindastóll.