- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Frjálsíþróttakeppni WOW Reykjavik International Games 2017 fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 4. febrúar. Um var að ræða boðsmót, þar sem fremsta frjálsíþróttafólki Íslands var boðið til keppni, auk valinna erlendra keppenda.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS stóð sig frábærlega á mótinu, hún sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,72m, bætti sinn fyrri árangur um 5 cm og setti nýtt skagfirskt héraðsmet. Til hamingju Þóranna Ósk !
Ísak Óli Traustason var einnig valinn til keppninnar og stóð sig vel, hann hljóp 60m á 7,18sek (pm-jöfnun) og stökk 6,71m (pm-ih) í langstökki.
Öll úrslit á mótinu má sjá HÉR!