MARKMIÐ OG STEFNA KNATTSPYRNUDEILDAR
Knattspyrnuleg markmið:
- Að bjóða uppá faglegt og heilbrigt starf sem er deildinni, þjálfurum, iðkendum og foreldrum til
sóma.
- Að gera iðkendur sína að betri knattspyrnumönnum.
- Að gera iðkendur sína að betri félagsmönnum.
- Að leitast við að ráða til starfa þjálfara með viðeigandi þjálfarastig KSÍ.
- Að taka þátt í Íslandsmóti, Bikarkeppni og vetrar- og sumarmótum í þeim flokkum sem hafa
þátttökurétt.
Íþróttaleg markmið:
- Í íþróttum læra börn að fylgja reglum og tileinka sér hollar lífsvenjur og sjálfsaga. Mikilvægt er að hver og einn fái með íþróttaiðkun sinni tækifæri til þess að upplifa sjálfan sig á jákvæðan hátt og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Jafnframt er mikið lagt upp úr því að læra einbeitingu, þolinmæði, umburðarlyndi, tillitssemi, sýna traust og kærleik og vera einn af hópnum.
- Íþróttir hafa uppeldislegt, menningarlegt og heilsufarslegt gildi fyrir þá sem þær stunda. Við
uppbyggingu íþróttastarfs, hvort sem um æfingar eða keppni er að ræða, skal miða að því að allir hafi jafngild tækifæri og séu metnir að verðleikum óháð uppruna, þjóðfélagsstöðu, litarhætti eða kyni.
Félagsleg markmið:
- Að bjóða bæjarbúum uppá jákvætt og hvetjandi íþróttarumhverfi, þar sem iðkendur, foreldrar og forráðamenn geti fengið upplýsingar um starfsemi deildarinnar á sem bestan hátt.
- Að stuðla að aukningu innan deildarinnar og kynningu hennar meðal bæjarbúa.
- Markmið deildarinnar er að halda iðkanda sem lengst og að iðkandi sé ánægður og stoltur innan vallar sem utan.
- Að skilgreina starf og markmið deildarinnar og starfsmanna hennar í handbók svo verksvið og verkefni hvers og eins séu skýr.
- Að rækta starf sitt í góðu samstarfi við aðalstjórn, bæjaryfirvöld, skóla, félagsmiðstöð, kirkju, foreldra og aðra aðila sem koma nálægt tómstunda- og íþróttaiðkun í Skagafirði.
Fjármálaleg markmið:
- Byggja starf sitt ávallt á fjárhagslega traustum grunni svo knattspyrnustarfið sé tryggt til framtíðar.
- Að félagið standi fjárhagslega undir starfsemi sinni á hverju rekstrarári.
- Að fjármálastjórnun félagsins sé ætíð í samræmi við lög og reglur ÍSÍ.
- Að félagið reyni eftir fremsta megni að aðstoða iðkendur við skipulagningu fjáraflana til að fjármagna þátttökuna í starfinu.