- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Samkvæmt stefnu í jafnréttis, fræðslu- og forvarnarmálum tekur UMSS og aðildarfélög þess afdráttarlausa afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, áreitni og vímuefnaneyslu/notkun. Viðbragðsáætlun þessi er frekari útfærsla á því markmiði. Það er stefna sambandsins að starfsmenn/iðkendur vinni í anda samstarfs og sýni þannig samferðafólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni, ofbeldisbrot og agabrot verða undir engum kringumstæðum umborin. Öll meðvirkni starfsmanna/iðkenda/foreldra/ stjórnarfólks er í slíkum tilvikum er jafnframt óásættanleg.
Mikilvægt er að til staðar sé skýr almenn viðbragðsáætlun ef upp koma mál sem talin eru falla undir þær skilgreiningar sem gerð er grein fyrir hér að neðan. Það er til að tryggja hagsmuni beggja aðila, bæði þess sem telur sig hafa orðið fyrir óviðeigandi hegðun af þeim toga sem lýst er, svo og þess aðila sem sakaður er um óviðeigandi hegðun. Enginn er sekur fyrr en sök sannast. Grundvallaratriði er að allir sem að slíkum málum koma gefi sér ekki niðurstöðu fyrr en að loknu vel athuguðu máli, faglegu og yfirveguðu mati.
Hvað gerist?
Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.
Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.
Agabrot: Að brjóta sérmerktar siðareglur sambandsins/brjóta lög eða reglur aðildarfélags síns/brjóta landslög.
Hver gerir?
Þjálfari, starfsmaður, iðkandi yfir 18 ára, iðkandi yngri en 18 ára, utanaðkomandi aðili
Hver verður fyrir?
Þjálfari, starfsmaður, iðkandi yfir 18 ára, iðkandi yngri en 18 ára, utanaðkomandi aðili
Ath Þegar/ef barn segir frá ofbeldi/áreitni á það ávallt að njóta vafans – trúa skal orðum og upplifunum þess, hlusta en varast að yfirheyra – láta barnið vita að það er rétt að segja frá, ofbeldið/áreitið sé ekki á ábyrgð þess – tilkynna til barnaverndar/lögreglu.
Engin tvö mál eru eins og það er engin ein rétt leið til þess að bregðast við ef grunur um ofbeldi, áreitni eða neyslu kemur upp. Nokkur almenn ráð eru:
Meintur þolandi eða aðstandandi leitar til framkvæmdastjóra UMSS með munnlega/skriflega kvörtun um meint einelti, ofbeldi, kynbundna og/eða kynferðislega áreitni. Ef brotið er talið vera þess eðlis að það varði við lög er því vísað til lögreglu.
Mikilvægt er að haldið sé vel utan um öll gögn sem tengjast kvörtunum iðkenda/foreldra/starfsfólks(þjálfara/aðstoðarþjálfara).
Mikilvægt er að meintur þolandi haldi skrá yfir þá atburði sem koma upp og má þá helst nefna:
a) Nákvæma lýsingu á því sem gerist í hvert skipti.
b) Hverjir voru viðstaddir t.d. möguleg vitni.
c) Hvað var sagt eða gert?
d) Hvernig brást meintur þolandi við?
e) Hvernig brást meintur gerandi við?
f) Hvernig leið meintum þolanda eftir á?
Framkvæmdastjóri, formaður og stjórn deildar kallar meintan þolenda og aðstandendur/þann sem tilkynnir brot á sinn fund og fer yfir málin (liðir a-f hér að ofan). Ef um iðkanda yngri en 18 ára skulu foreldrar/forsjáraðilar fylgja. Síðan skal fundað með meintum geranda. Ef um iðkenda yngri en 18 ára skulu foreldrar fylgja.
Síðan er safnað frekari sanna. Leitað til lögreglu og barnaverndaryfirvalda sveitarfélags sé það viðeigandi.
Framkvæmdastjóri, formaður og stjórn deildar framkvæmir:
Séu sannanir nægilegar, er viðkomandi vísað úr starfi eða frá keppni og málinu vísað til lögreglu/barnaverndaryfirvalda ef brot er þess eðlis.
Séu sannanir ekki álitnar nægilegar er viðkomandi settur í tímabundið bann meðan frekari rannsókn fer fram og boðin aðstoð sem hún/hann er skyldug/ur að þiggja vilji viðkomandi hafa tækifæri til að starfa/keppa aftur fyrir félagið.
Ef ekkert er aðhafst í máli meints þolanda eða meint einelti, ofbeldi, kynferðisleg eða kynbundin áreitni heldur áfram eftir skref eitt leiti meintur þolandi til lögreglu.
Ef ekkert er aðhafst í máli meints þolanda eftir skref tvö, getur hann eða meintur gerandi farið fram á að utanaðkomandi sérfræðingur verði fenginn til að annast úrvinnslu málsins og skal orðið við því, af hálfu UMSS.
Agabrot: Að brjóta sérmerktar siðareglur sambandsins/brjóta lög eða reglur aðildarfélags síns/brjóta landslög.
Tilkynningar um agabrot/möguleg agabrot skulu berast til framkvæmdastjóra UMSS.
*Hafa heilbrigði að leiðarljósi, taka aldrei áhættu varðandi heilsu þína og neyta aldrei ólöglegra lyfja né vímuefna.
*Samþykkja aldrei eða sýna ógnandi eða ofbeldisfulla hegðun eða áreiti þar með talið kynbundið og kynferðislegt og beyta þér gegn því.
*Settu ávallt á oddinn heilsu og heilbrigði iðkenda þinna og varastu að setja þá í aðstöðu sem ógnað gæti heilbrigði þeirra.
*Samþykktu aldrei ógnandi, ofbeldisfulla hegðun eða áreiti þar með talið kynbundið og kynferðislegt og beittu þér gegn því.
*Sinntu iðkendum á æfingum en þess utan skaltu halda þig í faglegri fjarlægð. Forðastu samskipti gegnum síma og netið nema til boðunar æfinga og upplýsingagjafar. Náið líkamlegt samband við iðkanda er ekki leyfilegt. Komdu þér aldrei í þá aðstöðu að þú sért einn/ein með iðkanda.
*Öll neysla tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna er óheimil í starfi með börnum og unglingum.
*Upplýstu foreldra um grun um stríðni/eða áreitni.