- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Markmið þessarar handbókar er að kynna stefnu og markmið körfuknattleiksdeildar og starfsemihennar fyrir þjálfurum, iðkendum, foreldrum og öðrum þeim sem koma að störfum við deildina. Deildin hefur vaxið mikið á síðustu árum og mikilvægt er að skrásetja starfið svo hægt verði fyrir þjálfara, foreldra, iðkendur og aðra þá er að starfinu koma að ná utan um stefnu, markmið og þau verkefni sem inna þarf af hendi.
Handbókin er lifandi skjal sem tekur breytingum eftir þörfum hverju sinni.
Handbókin er unnin af stjórnendum og yfirþjálfurum Körfuknattleiksdeildar Ungmennafélags Tindastóls og er hún hugsuð sem hjálpartæki fyrir deildina. Þessi handbók þarf alltaf að vera í endurskoðun.
Hægt er að nálgast Handbók körfuknattleiksdeildar Tindastóls hér.