Vormót JT

Vormót JT

Vormót Tindastóls eru haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki seinni partinn í maí ár hvert. Mótið er opið fyrir fjórtán ára og yngri (U15) en er þó aðallega hugsað fyrir yngri iðkendur. Keppendur hafa undanfarin ár komið frá Akureyri, Blönduósi og Reykjavík. Mótið hefst með sameiginlegri æfingu keppenda klukkan 10:00 og mótið sjálft hefst upp úr klukkan 11 eftir að búið er að staðfesta keppnisflokka. Mótsgjald er 2.000 kr á keppenda og greiðist á mótsstað fyrir mót. Tekið er á móti skráningum á judo@tindastoll.is með nafni, kennitölu og þyngd keppanda. Skráningarfrestur rennur út þremur dögum fyrir mót en þó er oft hægt að taka við skráningum fram á síðustu stundu. Eftir mót er keppendum og fylgdarliði boðið upp á grillað lambakjöt og meðlæti.

Jólamót JT

Jólamót JT

Árleg jólamót júdódeildarinnar eru haldin í lok haustannar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og eru þau sérstaklega ætluð iðkendum júdódeildar Tindastóls. Allir keppendur fá gullpening að launum og verða pítsur á boðstólnum fyrir keppendur eftir mót ;) Aðstandendur og gestir eru velkomnir að koma og fylgjast með -- hvað er betra en að gera smá hlé á jólaundirbúningnum og fylgjast með keppni í júdó!

Norðurlandsmót

Norðurlandsmót

Norðurlandsmót hefur verið haldin á Blönduós á haustönn. Mótið er ætlað öllum aldurs og gráðuflokknum. Keppendur koma frá Blönduósi, Skagafjörð og Akureyra.

Mót JSÍ

Mót JSÍ

Afmælismót JSÍ (yngri flokkar) fer fram í byrjun ársins og fer fram í Reykjavík. (11.2.2023) Vormót JSÍ (yngri flokkar) fer fram á Akureyri og er yfirleitt í mars.(18.3.2023) Íslandsmót JSÍ (yngri flokkar) er haldin in Reykjavík og er í apríl. (29.4.2023) Haustmót JSÍ (yngri flokkar) verður í október í Grindavík. (7.10.2023)   Það eru kröfur um að keppendur eru á minnsta kosti með gula beltið. Aldursflokkar er U13-U21.   Dagsetniningar eru með fyrirvara um breytingar. Hægt er að fylgjast með í "um júdó"-"mótaskrá".