Tveir varamenn voru á bekknum í dag. Kristmar Geir Björnsson og Árni Einar Adolfsson sáu um að hita bekkinn. Arnar Magnús stóð í rammanum og fyrir framan hann voru Loftur, Eddi, Böddi og Fannar Örn. Miðjunni voru Árni Arnarson, Atli bróðir hans, Colin frændi hans. Frammi voru Benni sem var lang líflegasti maður leiksins, Arnar Sigurðsson á vinstri kantinum og S.Beattie sem var frammi.
Í fáum orðum þá var þessi leikur algjör hörmung frá A-Ö, andleysi var yfir strákunum og greynilegt að tímabilið var búið í þeirra hugum því við vorum aldrei líklegir til að gera neitt í þessum leik.
Vilhjálmur Pálmason skorar strax á 11.mín eftir að skot hans fór í varnarmann okkar og inn. Annað markið er síðan algjör gjöf af okkar hálfu, þegar Maggó hittir boltann ílla, með þeim afleiðingum að boltinn fer beint til Guðfinns Ómarssonar sem lyftir boltanum yfir Maggó. Þriðja markið kemur fljótlega í seinni hálfleik og það fjórða skömmu seinna þegar Böddi missir Þróttarann framhjá sér og brýtur á honum. Skagamaðurinn Helgi Pétur slúttar vítinu vel.
fimmta og sjötta markið var líka algjör klaufamistök og sofanda háttur í okkar mönnum. 6-0 tap staðreynd og í staðinn fyrir að liðið bætti stigamet Tindastóls, þá fór liðið nálægt því að setja annað met, sem er ekki eins skemmtilegt. En stærsta deildartap Tindastóls er 7-0 gegn IBI árið 1984.
Langlíflegastur í okkar liðið var Benni Vilbergs, en 95% af okkar sóknum fóru upp í gegnum hann. Aðrir voru langt frá pari og leiðinlegt að sjá annars gott tímabil enda svona. Erfitt að greyna hvað fór úrskeiðis í þessum leik, ein skýringin kannski sú að menn voru bara komnir í vetrarfrí frá boltanum, sáttir með að vera áfram í 1.deild og mættu þessvegna ekki til leiks ?
Heilt yfir frábært tímabil og liðið kom flestum sparkspekingum á óvart með leik sínum í sumar. 8.sætið er staðreynd hjá liðinu og 27.stig í hús. Tindastóll hefur aldrei áður náð 27.stigum í 1.deild en það þarf þó að koma fram að spilað er fjórum leikjum meira í þessari deild en gert var síðast þegar liðið var í 1.deild. Liðið náði að meðaltali 1.22 stigum í leik og var ekki langt frá því að jafna stigametið sem sett var 1988 sem var 1.27 stig að meðaltali í leik.
En til að klára þessi ósköp í dag , þá er lítið annað í stöðunni en að læra af þessu, liðið er ungt að árum og þetta lið á aðeins eftir bæta sig. Gaman verður að sjá liðið spreyta sig í deildinni að ári. Þá verða nágrannar okkar frá Siglufirði/Ólafsfirði mættir í deildina ásamt Húsvíkingum. Einnig er ljóst að Grindavík kemur á Sauðárkróksvöll á næsta tímabili en þrjú lið eru enn í séns um það að fá að spila á Sauðárkróksvelli að ári. Fram, Selfoss og Valur. Við skulum sjá hvað setur en heilt yfir getum við verið sáttir með þetta tímabil.
Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum
hérna
Áfram Tindastóll !!!