- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það var 7 stiga hiti og norðaustan gola þegar leikur Tindastóls og Víkings Ólafsvík byrjaði, völlurinn grænn, fagur og blautur, fótbolta aðstæður mjög góðar.
Byrjunarlið Tindastóls: Bryndís Rut (M), Sunna Björk (F), Guðrún Jenný, Snæbjört, Ólína Sif, Guðný Þóra, Carolyn Polcari, Rakel Svala, Svava Rún, Leslie Briggs og Rakel Hinriks.
Bekkur: Kristín Halla (M), Fríða Rún, Sigurveig Anna, Hildur Hrönn, Erla Björt, Hugrún og Brynhildur.
Skiptingar: Brynhildur (inn) og Ólína (út) á 46. mín., Rakel Svala (út) og Hugrún Pálsdóttir (inn) á 57. mín., Svava Rún (út) og Sigurveig Anna (inn) á 72. mín., Guðný Þóra (út) og Fríða Rún (inn) á 75. mín., Guðrún Jenný (út) og Erla Björt (inn) 86. mín.
Tindastóll var sterkari aðilinn fyrstu 30 mínúturnar og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Víkings og á 5. mín átti Guðný fyrirgjöf sem Rakel Svala skaut framhjá í ágætu færi. Stólarnir voru ógnandi framá við og náði liðið hvað eftir annað upp mjög góður spili þar sem kantarnir voru vel notaðir og áttu Guðný og Carolyn fín hlaup og ágætar fyrirgjafir en ekki náðum við að nýta þau færi sem við fengum. Á 17 mínútu átti Leslie skot rétt yfir markið eftir góðan undirbúning frá Jenný sem sendi boltann beint í fæturnar á henni og mínútu seinna var Leslie aftur á ferð og átti þá skalla rétt framhjá eftir aðra góða fyrirgjöf frá Jenný. Það segir nokkuð um hversu vel Tindastóll var að spila fyrstu mínúturnar að fyrsta skot Víkings á mark kom ekki fyrr en á 24 mínútu. Víkingur átt svo hættulegt skot á 28 mín. sem Bryndís varði vel. Vörnin var sterk í fyrri hálfleik og þær hættur sem sköpuðust voru langskot utanaf velli sem Bryndís var ekki í vandræðum með, en Tindastólsstúlkur áttu mun hættulegri færi en inn vildi boltinn ekki. Síðustu 15 mín. fyrri hálfleiks komust Víkingar meira inní leikinn og meira jafnræði var með liðunum en Tindastóll var meira ógnandi. Á 36 mín. átti Leslie skot rétt framhjá marki Víkings. Síðustu 5 mín. hálfleiksins pressuðu Víkingsstúlkur nokkuð en vörnin var sterk og komust þær ekki í gegn en áttu tvö ágæt skot sem Bryndís varði vel.
Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, Stólarnir sterkari og á 48 mín fengum við hornspyrnu, boltinn barst út fyrir teiginn hægra megin þar sem Carolyn vann hann og átti fast skot að marki sem markmaður Víkings varði vel út í teig en Rakel Hinriks fylgdi vel á eftir og setti boltann af öryggi í netið. Staðan orðin 1-0 fyrir Tindastól. Áfram var Tindastóll betri aðilinn í leiknum og á 56 mín. áttu Rakel H. og Carolyn glæsilegt samspil sem endaði með góðri fyrirgjöf en markmaðurinn var rétt á undan Rakel Svölu í boltann. Nokkrum mínútum síðar átti Guðný fína stungusendingu á Leslie en markvörður Víkings varði glæsilega og stuttu síðar var Guðný aftur á ferðinni með stungusendingu á Leslieen það skot fór rétt framhjá. Telja verður ótrúlegt að Tindastólsstelpurnar hafi ekki verið búnar að bæta við mörkum á þessum tíma. Á 70 mín sundurspiluðum við Víkingana á miðjunni og barst boltinn á Guðnýju sem átti gott skot rétt yfir markið. Stuttu seinna þurfti Guðný að yfrgefa völlinn eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg og var flutt suður til öryggis. Hún fékk heilahristing en verður vonandi klár fyrir næsta leik. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og síðustu 10 mín. ná Víkingar pressu á okkur og áttu við í erfileikum að losa hana. Gerðar voru 5 skiptingar og virðist sem leikur Tindastóls hafi riðlast við það og á 91. mín. þá fengum stelpurnar kjaftshöggið og í fyrsta skipti í leiknum kom Víkingur boltanum inní teig hjá okkur eftir varnarmistök hægra megin og eftir klafs inní teig ná þær að pota boltanum í netið og jafna. Gífuleg vonbrigði eftir ágætan leik hjá stelpunum okkar og sem voru betri aðilinni stærsta hluta leiksins.
Skemmtilegt verður að fylgjast með stelpunum í sumar en næsti leikur liðsins er við Fylki á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti heimaleikur liðsins verður svo 15. júní gegn Fram.