- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll tapaði 2-0 fyrir BI/Bolungarví í kvöld þar sem fyrra markið kom eftir hornspyrnu og seinna markið eftir að við missum boltann klaufalega og þeir refsuðu okkur fyrir það.
Sóknarleikur beggja liða var hræðilegur í dag. Okkar menn sköpuðu sér ekki nokkurn skapaðan hlut. Aukaspyrnur voru lélegar, miðjuspilið kraftlítið, bakverðir komu ílla upp og sóknarmennirnir ekki í takti við leikinn. Við náðum að verjast BI/Bol vel í opnu spili en það var enn eitt markið úr horni sem við fáum á okkur.
Bestu sénsar okkar í leiknum var þegar Chris komst í þröngt
færi en skaut framhjá og síðan fengum við eins og venjulega nokkuð marga sénsa
að skalla boltann á markið úr hornspyrnum. En undirritaður er nokkuð viss að
enginn bolti fór á markið. Flestir sóknarskallarnir voru varnarskallar langt
yfir.
Jordan Branco spilaði sinn fyrsta leik í dag en hann kom inná sem varamaður. Átti einn laglegan sprett og barðist vel, en annars komst hann ekki nóg of vel inní leikinn.
Aðrar skiptingar í leiknum skiluðu heldur ekki sínu. En
heilt yfir slappur leikur hjá okkar strákum, því miður. Vörðumst vel á löngum
köflum í þessum leik en eins og fyrr segir var sóknarleikurinn arfaslakur.
BI/Bol var heldur ekki að sýna neinn stórkostlegan sóknarleik og komust okkar
gömlu leikmenn, Max og Ben Everson ekkert inní leikinn. Enda fer þeim umtalsvert
betur að vera í Tindastólsbúningnum.
En nú er bara að rífa sig upp því stutt er í næsta leik, sem verður heimaleikur gegn Leikni um helgina.