- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 48.mín beint úr aukaspyrnu. Ágætis leikur hjá strákunum og með smá heppni hefðu þeir getað fengið eitthvað útúr þessum leik. Næsti leikur er á laugardaginn þegar við mætum Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni.
Eins og fyrr segir var leikurinn ágætlega spilaður hjá okkar strákur. Skipulag var það sem einkenndi leik okkar manna. Liðið spilaði flottan varnarleik og gáfu þeir fá færi á sér. Framlínumenn okkar í þessum leik stóðu sig vel og hefðu með smá heppni getað potað inn einu marki. Varnarleikurinn var samt í fyrirrúmi og bitnaði það sjálfkrafa á sóknarleik liðsins. Það verður spennandi að sjá okkar menn í alvöru leik við FH-ingana um næstu helgi.
Byrjunarlið okkar manna gegn Fylki var. Sigurður Hrannar í marki
Arnar Skúli og Ingvi Hrannar í bakvörðunum. Eddi og Böddi í hafsentunum. Fannar Örn, Árni Arnars og Benni á miðjunni
Óskar Smári og Arnar Sig á köntunum og Atli Arnars var frammi.
Bekkurinn var: Hilmar, Guðni, Bjarni, Kári og Konni