- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Á aðalfundi knattspyrnudeildar sem haldinn var í gær, var ákveðið að boða til aukaaðalfundar þann 7. mars nk. Á aukaaðalfundi verða reikningar deildarinnar lagðir fram til samþykktar en ekki tókst að ljúka vinnu við reikningana fyrir fundinn í gær og verður sá liður í fundargerðinni því afgreiddur á aukafundi ásamt því að aðrir liðir verða endurteknir. Þó greindi Bergmann Guðmundsson, formaður deildarinnar frá stöðunni í rekstri deildarinnar í nokkuð ítarlegri framsögu.
Í heildina var fundurinn afar góður, 16 manns mættu á fundinn, níu konur og sjö karlmenn. Meðal annars var voru nýjir aðilar kjörnir í stjórn ásamt því að samþykkt var áliktun þess efnis að stefnt verði að því að starhæft unglingaráð verði komið innan átta vikna. Nánari fréttir af fundinum verða sagðar síðar.