- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bræðurnir Halldór Jón (Donni) og Konráð Freyr (Konni) Sigurðssynir hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokksliða Tindastóls til næstu þriggja ára.
Donni hefur þjálfað lið meistaraflokks kvenna síðustu ár með góðum árangri og Konni hefur verið honum til aðstoðar síðustu keppnistímabil. Donni verður áfram aðalþjálfari kvennaliðsins og Konni honum til aðstoðar. Konni hefur verið í hlutverki leikmanns í karlaliði Tindastóls síðustu árin og mun á komandi keppnistímabili vera aðalþjálfari karlaliðsins.
Að sögn Konna var þetta rétti tíminn til að taka stökkið ,,Ég hef haft mikinn áhuga á þjálfun og er spenntur fyrir því að taka við karlaliði Tindastóls en strákarnir hafa sýnt mikinn styrk og elju að koma sér á þann stað sem þeir eru á í dag. Leikmannahópurinn er mjög samheldinn og verður gaman að taka þátt í þessu verkefni með þjálfarahattinn á í stað takkaskónna".
Bræðurnir segjast spenntir fyrir áframhaldandi samstarfi og hafa eytt síðustu vikum í að ræða við leikmenn fyrir komandi keppnistímabil en bæði liðin eiga útileiki í Lengjubikarnum um næstu helgi.