- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Landsbankamót Tindastóls fer fram helgina 24-25 júní og stefnir allt í að mótið verði það fjölmennasta hingað til. Mótið er fyrir stelpur í 6. flokk og hefur stækkað ört undanfarið en í ár eru skráð rúmlega 100 lið til leiks frá um 20 félögum. Liðin mæta á föstudagskvöld en mótið sjálft hefst á laugardagsmorgunn. Kvöldvakan er síðan á laugardagskvöld þar sem Salka Sól mætir og skemmtir stelpunum. Mótinu lýkur síðan á sunnudeginum með úrslitaleikjum og verðlaunaafhendingu.
Við hvetjum fólk til að kíkja á mótið og hjálpa til ef það getur. auk fótboltans verður margt annað í boði en þar má helst nefna 8. flokks mót á laugardeginum.