- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Margrét Rún Stefánsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls. Margrét er efnilegur markvörður, fædd árið 2005 og hefur verið viðlogandi yngri landslið Íslands undanfarin ár.
Nú á dögunum var hún valin í lokahóp U17 ára landsliðsins fyrir undankeppni EM sem fram fer á Írlandi dagana 23. - 29. mars. Margrét á að baki 3 landsleiki fyrir U17 og U16 ára lið Íslands og 4 leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls.
Margrét segir æfingarnar hjá U17 hafa gengið vel og hún lært mjög mikið.
“Við höfum verið mikið undanfarið að fara yfir taktík og kerfi. Ég búin að fá mjög góða markmannsþjálfun frá fjölbreyttum þjálfurum sem koma alltaf með ný ráð til þess að bæta frammistöðuna mína,” segir Margrét.
“Hópurinn okkar er mjög sterkur. Við erum með frábæra liðsheild og erum allar mjög góðar vinkonur með góða samvinnu og samskipti. Mér finnst við eiga góðan möguleika á að komast í aðalkeppnina í maí.”
Margrét er spurð út í tímabilið framundan hjá henni með meistaraflokki og 2. flokki Tindastóls.
“Mér lýst mjög vel á það, en þetta verður ekki létt sumar hjá okkur í meistaraflokk og þurfum við að leggja okkur allar fram í leikjum ef við viljum sömu úrslit eins og á tímabilinu 2020. Við erum að byggja aftur upp gott lið og hef ég alla trú á okkur í sumar."
“Hjá 2. flokk er ég mjög spennt að fá að spila með jafnöldrum, erum við með margar ungar og efnilegar stelpur þar. Við erum að byggja upp lið fyrir sumarið sem gengur ágætlega og er ég bjartsýn,” segir Margrét að lokum.