- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bandaríski leikmaðurinn Melissa Alison Garcia er gengin í raðir Tindastóls.
Melissa er fædd árið 1991 og kemur frá Bandaríkjunum en er einnig með ríkisborgararétt í Lúxemborg. Hún er kunnug næst efstu deild á Íslandi en árið 2020 spilaði hún með Haukum en náði einungis að spila 4 leiki með þeim sökum krossbandaslita.
Melissa lék núna seinast með Preston Lions í næst efstu deild í Ástralíu og þar áður með KFF Vllaznia í Albaníu sem leikur þar í efstu deild og spilaði hún meðal annars með þeim í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið komst í aðra umferð.
“Melissa er reynslubolti sem kemur í okkar hóp með mikinn kraft og reynslu. Melissa er sóknarþenkjandi leikmaður sem getur þó spilað margar stöður á vellinum. Hún mun gefa okkur enn meiri dýpt og gæði í hópinn okkar fyrir þann hluta mótsins sem eftir er. Við væntum mikils af Melissu og ég vænti þess að allir taki vel á móti henni eins og við höfum alltaf gert,” segir Donni um Melissu.
Melissa er komin með leikheimild og mun vera í leikmannahópnum gegn HK í kvöld klukkan 19:15 í Kórnum.