Það er í mörg horn að líta í körfuboltanum um helgina. Fjörið hefst á
föstudagskvöldið þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Domino's deildinni
en um helgina verða svo yngri flokkarnir á ferð og flugi, þar af einn
hér á heimavelli.
Leikurinn við Fjölni er afar þýðingarmikill
fyrir strákana því ef hann vinnst með fjögurra stiga mun, kemst
Tindastóll upp fyrir Fjölni á innbyrðisviðureignum og það sem meira er,
upp úr fallsæti. Til mikils að vinna, það er sannarlega þannig. Nýr
leikmaður stígur á fjalirnar hjá Tindastóli, Tarick Johnson heitir hann,
bakvörður, sem upphaflega var fenginn til að leysa Drew Gibson af
hólmi, en málin snérust þannig að hann kemur í stað "nýja" leikmannsins
Roburt Sallie, sem var látinn taka pokann sinn eftir aðeins einn leik
vegna mála sem alls eru óskyld körfuboltaiðkun. Drew karlinn, ætlar hins
vegar að leggja liðinu krafta sína, þrátt fyrir að ganga ekki alveg
heill til skógar, en hann sýndi það meiddur á móti KR, að hann getur
verið hrikalega flottur leikmaður.
Leikurinn hefst kl. 19.15 og dómarar verða þeir David
Kr. Hreidarsson, Ísak
Ernir
Kristinsson og Jón Gudmundsson. Jón mun verða tíður gestur hér á Krók á
næstunni, þar sem hann kemur síðan aftur á laugardaginn með sitt frábæra
Keflavíkurlið í 9. flokki stúlkna, þar sem hann þjálfar kappinn.
Já
9. flokkur stúlkna spilar hér heima í A-riðli. Þessi riðill er
gríðarlegra jafn og spennandi, Keflavík að vísu með yfirburði, en öll
hin fjögur liðin eru jöfn og hafa unnið sitt á hvað í allan vetur. Það
er því ástæða til að hvetja bæjarbúa til að kíkja í Síkið um helgina og
sjá stelpurnar keppa. Leikjaplan þeirra er svona;
7. flokkur drengja keppir á Egilsstöðum. Strákarnir hafa staðið sig vel í vetur og spila núna í C-riðli. Leikjaplan þeirra er svona;
10. flokkur drengja spilar í B-riðli í Keflavík. Hörkuriðill þar á ferðinni og leikirnir eru þessir;