25.10.2012
Tindastóll leikur sinn fjórða leik í Domino's deildinni í kvöld þegar strákarnir heimsækja Fjölni. Nú þurfa strákarnir að fylgja eftir góðum leik gegn Fjölni á dögunum í Lengjubikarnum og koma sér á sigurbraut í deildinni.
Tindastólsliðið glutraði gullnu tækifæri á fyrsta sigrinum gegn KFÍ á dögunum og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Leikurinn gegn Fjölni í Lengjubikarnum lofaði sannarlega góðu og vonandi að strákarnir hafi náð þar góðu taki á þeim gulklæddu.
Stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli í kvöld og horfa á netútsendingu frá leiknum. Þess má geta að 25% af innkomu veitinga rennur í sjóði körfuknattleiksdeildarinnar.
Rétt er að minna á þriðja leik Tindastóls í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið en þá koma Stjörnumenn í heimsókn. Bæði lið eru taplaus á toppi síns riðils og sigur í leiknum því gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í Lengjubikarnum. Leikurinn hefst kl. 19.15.