Blaðamannafundur Domino's deildarinnar í dag

Tindastóll á fulltrúa á blaðamannafundi Domino's deildarinnar sem nú stendur yfir í Laugardagshöllinni. Spár þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna var gerð heyrinkunnug og þar er okkur ekki spáð neitt sérstöku gengi.

Skv. spánni er okkar mönnum spáð 9. sætinu, eða ekki sæti í úrslitakeppninni. Liðin fyrir neðan okkur eru nýliðar KFÍ og Skallagrímur, sem spáð er falli og Fjölnir, sem spáð er 10. sætinu.

Annars var KR-ingum spáð titlinum og Stjörnunni og Grindavík þar á eftir.Spáin lítur svona út í heild sinni:

1. KR - 394
2. Stjarnan - 369
3. Grindavík - 368
4. Þór Þorl - 311
5. Snæfell - 295
6. Keflavík - 284
7. ÍR - 180
8. UMFN - 177
9. Tindastóll - 141
10. Fjölnir - 120
11. KFÍ - 86
12. Skallagrímur - 83


Domino's deildin hefst á sunnudaginn og þá munu okkar menn taka á móti liði Stjörnunnar sem eins og sjá má hér, er spáð 2. sætinu á eftir KR.

Þess má svo geta að verið er að setja í loftið skemmtilegan Fantasy-leik í Domino's deildinni þar sem fólk getur keypt leikmenn í sitt lið og fengið svo stig eftir spilamennsku leikmannanna sem það hefur valið. Nánar hér http://www.dominosdeildin.is/