Útileikur við Njarðvík í Domino's deildinni Í KVÖLD!

Tindastóll heimsækir Njarðvík í Domino's deildinni á fimmtudagskvöldið. Njarðvíkingar sitja í 9. sæti deildarinnar með 6 stig. Framundan er mjög mikilvægur mánuður á tímabilinu.

Njarðvíkingar eru með 6 stig eftir sigra á Þór Þorlákshöfn, Fjölni og KFÍ. Tindastóll leitar hins vegar ennþá að fyrsta sigrinum í deildinni og nú þegar allar bikarkeppnir eru úr sögunni, ætti fókusinn vonandi að geta færst af fullu afli á deildina.

Leikurinn hefst suður með sjó kl. 19.15 og verður sýndur í beinni netútsendingu. Stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli og gæða sér á veitingum yfir leiknum en eins og áður renna 25% af veitingasölunni til körfuknattleiksdeildarinnar.

Annars verður desembermánuður afar mikilvægur mánuður miðað við stöðu liðsins í deildinni. Eftir Njarðvíkurleikinn er komið að heimaleik við ÍR fimmtudaginn 13. des og eftir það verður frestaður heimaleikur við Skallagrím leikinn. Það eru því færi á því í jólamánuðinum að rífa sig upp og hala inn stig fyrir jólafríið.

Að venju er stefnt á beina netútsendingu frá leik Njarðvíkur og Tindastóls og stuðningsmannasamveru á Mælifelli, þar sem 25% af veitingasölu rennur í sjóði körfuknattleiksdeildar.

Leikurinn verður sýndur á Njarðvík TV í samvinnu við Sport TV. Slóðin á útsendinguna er þessi: http://www.sporttv.is/IthrottafelogTV/NjardvikTV/ 

ÁFRAM TINDASTÓLL!