- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Fyrr í dag afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Tindastóli veglega gjöf. Það var fólksflutningabifreið að gerðinni Mercedes Benz Sprinter 519 CDI. Bifreiðin er ný og beint úr kassanum. Bifreiðin tekur 17 farþega og er sérstaklega gott bil á milli sætanna og eins er mjög mikið pláss fyrir töskur og farangur enda er bifreiðin sérlega löng. Í bifreiðinni er einnig afþreyingakerfi sem inniheldur m.a. DVD skjá og spilara.
Það var Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood sem afhenti Tindastóli bílinn og lagði áherslu á öryggi barna og unglinga á ferðum þeirra fyrir Tindastól. Hann sagðist gera sér grein fyrir miklum ferðakostnaði í íþróttum og vonaði að þessi gjöf kæmi sér vel fyrir iðkendur og fjölskyldur sem eru með börn og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Einnig sagði hann að gjöfin væri viðurkenning og um leið hvatning fyrir gott starf hjá félaginu.
FISK Seafood hefur verið sérstaklega öflugur stuðningsaðili við knattspyrnudeild Tindastóls í gegnum tíðina og er m.a. aðalstyrktaraðila að Króksmóti FISK sem haldið er á Sauðárkróki ár hvert.