- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Hérna má sjá samantekt úr leiknum
Tindastóll eru komnir í 32.liða úrslit Borgunarbikarsins í fyrsta sinn síðan 2003.
Flautað var til leiks í Boganum kl:20:00. Tindastóll átti slæmar minningar frá síðasta leik þessara liða, en það var einmitt í 2.umferð Bikarsins fyrir slétt ári síðan. Þá töpuðu okkar menn 2-0, en það var ekki uppá teningnum þetta árið, því okkar menn fóru með 5-1 sigur af hólmi.
Chris Tsonis skoraði fyrsta mark leiksins á 26.mín með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Steven Beattie. Elvar Páll bætti á töfluna á 43.mín með flottu skoti eftir horn.
Steven Beattie kom okkur í 3-0 á 48.mín þegar hann skallar boltann í netið af miklu harðfylgi. Chris Tsonis bætti við fjórða markinu 59.mín og Atli setti síðan fimmta markið á 74.mín. Dalvíkurmenn klóruðu í bakkkann á 83.mín þegar Kristján Steinn Magnússon skoraði.
Heilt yfir fínn leikur hjá okkur mönnum og fín spilamennska á köflum. Næsti leikur er fyrsti heimaleikur tímabilsins þegar Völsungur kemur í heimsókn í Bogann á Akureyri. Vonandi að sem flestir stuðningsmenn okkar sjái sér fært að mæta til Akureyrar og styðja okkar stráka í erfiðum heimaleik.