Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar

Um síðustu helgi voru haldnar uppskeruhátíðir fyrir fjórða-, þriðja- og  meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu og veitta viðurkenningar að venju. Hjá meistaraflokki karla þótti Atli Arnarson bestur en hjá konunum Bryndís Rut Haraldsdóttir. Meistaraflokkarnir komu saman á laugardagskvöldið og hlutu eftirfarandi leikmenn viðurkenningar:

M.fl.karla

  • Besti leikmaðurinn:  Atli Arnarson
  • Efnilegasti leikmaðurinn:  Konráð Freyr Sigurðsson
  • Markahæsti leikmaðurinn:  Chris Tsonis

M.fl.kvenna

  • Besti leikmaðurinn: Bryndís Rut Haraldsdóttir
  • Efnilegasti leikmaðurinn:  Hugrún Pálsdóttir
  • Markahæsti leikmaðurinn: Leslie Briggs

Á föstudagskvöldið var uppskeruhátíð fyrir 3. og 4. flokka haldin á Mælifelli og fengu eftirfarandi viðurkenningar:

3.fl.karla

Besti leikmaðurinn:   Ágúst Friðjónsson og Leó Snær Konráðsson
Bestu ástundun fær svo Arnar Ólafsson.

3.fl.kvenna

  • Besti leikmaðurinn: Fanney Konráðsdóttir
  • Efnilegasti leikmaðurinn: Kolbrún Ósk Hjaltadóttir
  • Besta ástundun: Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir

4.fl.karla

  • Besti leikmaðurinn:  Halldór Broddi Þorsteinsson
  • Efnilegasti leikmaðurinn:  Konráð Karel
  • Besta ástundun: Jónas Aron Ólafsson

4.fl.kvenna

  • Besti leikmaðurinn: Laufey Harpa Halldórsdóttir
  • Efnilegasti leikmaðurinn: Kristrún María Magnúsdóttir
  • Besta ástundun: Vigdís Edda Friðriksdóttir