- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Fyrsta umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Fyrsti leikur Tindastóls er gegn Keflavík á Sauðárkróksvelli kl. 18.
Kvennalið Tindastóls byrjar keppnistímabilið á þremur heimaleikjum. Á þriðjudaginn í næstu viku, 2. maí, mætir Breiðablik á Sauðárkrók, og þriðjudaginn 9. maí á lið Tindastóls leik við FH. Leikirnir hefjast báðir kl. 19:15. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn þá eru leikirnir sýndir á Stöð2Sport.
Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluappið Stubb en þar má einnig finna árskort. Hægt er að tryggja sér árskort hér.
Í næstu heimaleikjum verður hægt að nálgast aðstoð vegna kaupa á miðum eða kortum á Sauðárkróksvelli.
Áfram Tindastóll!!