- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Hún ætlar að verð annsi hreint brött brekkan í byrjun móts fyrir strákana okkar í meistaraflokki karla en á laugardaginn héldu þeir í Mosfellsbæ til að leika við Afturleldingu í annari umferð 2.deildar karla.
Eins og áður hefur komið fram urðu lokatölur 7-2 fyrir Aftureldingu, eftir að staðan var 5-2 í hálfleik. Auga leið gefur að leikur okkar manna var ekki rismikill og nokkuð ljóst að liðið getur mun betur. Í spá forráðamanna fyrir deildina í sumar var Aftureldingu spáð 2.sæti en okkar mönnum því tólfta sem er neðsta sæti deildarinnar.
Byrjun mótsins að fá Gróttu og Aftureldingu sem var spáð tveimur efstu sætunum og það á útivelli gat því ekki verið erfiðari en það er þó engin afsökun fyrir frammistöðunni á laugardag.
Konráð Freyr Sigurðsson, fyrirliði okkar skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.
Næsti leikur okkar drengja er gegn Þrótti frá Vogum sem spáð er í efri hluta deildarinnar, sá leikur fer fram í Vogunum næsta laugardag. Viku síðar fá okkar menn svo loksins heimaleik og nú er ekkert annað í boði en snúa bökum saman og næla í stig sem fyrst!