Íþróttamaður ársins hjá UMSS

Ljósmynd: Davíð Már Sigurðsson
Ljósmynd: Davíð Már Sigurðsson

Íþróttamaður ársins í Skagafirði er María Dögg Jóhannesdóttir knattspyrnukona.

María Dögg er lykilleikmaður í kvennaliði Tindastóls. Hún er mjög sterk varnarlega en einnig frábær framar á vellinum og með góðar sendingar og skot. Hún hefur spilað um 180 leiki fyrir Tindastól bæði í deild og bikar og skorað í þeim 22 mörk. María hefur spilað undir merkjum Tindastóls alla yngri flokkanna og spilaði hún sinn fyrsta meistaraflokksleik 15 ára gömul. María er gríðarlega ósérhlífin og leggur mjög hart að sér og ásamt því að leiða með góðu fordæmi innan vallar þá er hún einnig frábær fyrirmynd utan vallar og hjálpar alltaf yngri leikmönnum að verða betri. María Dögg er með risastórt Tindastólshjarta og hefur alltaf verið tilbúin að leggja á sig gríðarlega vinnu til að ná árangri.

Þess má einnig geta að Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Finnbogadóttir, einnig leikmenn í kvennaliði Tindastóls, hlutu einnig viðurkenningu frá UMSS en þær hafa verið kallaðar í landsliðverkefni á árinu sem er að líða. Sjá frekari umfjöllun hér.

USAH, Ungmennasamband Austur - Húnavatnssýslu veitti einnig í gær viðurkenningar sínar til íþróttamanna sem þótt hafa skarað fram úr á árinu. Elísa Bríet fékk nafnbótina Íþróttamaður ársins og í 2. sæti varð Birgitta. Sjá frekari umfjöllun hér. 

Gærdagurinn var því góður dagur fyrir knattspyrnudeild Tindastóls. 

Innilega til hamingju María Dögg, Elísa Bríet og Birgitta.