- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Svekkjandi tap var niðurstaðan hjá meistaraflokkunum um helgina. Stelpurnar spiluðu hörkuleik gegn Keflavík á föstudagskvöldið. Eftir jafnan leik var niðurstaðan 0-1 tap en sigurmarkið kom á 73. mínútu með skoti úr teignum. Fín frammistaða hjá stelpunum sem áttu meira skilið úr leiknum.
Strákarnir tóku á móti Njarðvík á laugardag í fyrsta heimaleik þeirra í ár. Fyrri hálfleikurinn var slakur af okkar hálfu og leiddu gestirnir 0-1. Allt annað lið kom til leiks í seinni hálfleik og jafnaði leikinn á 50. mínútu en þar var að verki Hólmar Daði. Heimamenn stjórnuðu leiknum í seinni hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi. það reyndist dýrkeypt því Njarðvíkingar skoruðu 2 mörk í lokin, lokastaða því 1-3.
Næsti heimaleikur er núna á mánudagskvöldið þegar stelpurnar taka á móti Völsung í bikarnum.