- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Báðir meistaraflokkar Tindastóls í Knattspyrnu eiga leik um helgina í Kjarnafæðismótinu. Leikirnir fara báðir fram í Boganum á Akureyri.
Karlaliðið leikur annað kvöld, föstudaginn 21. janúar klukkan 19:00 gegn Hömrunum en sá leikur átti að fara um seinustu helgi en var frestað vegna sóttkvía hjá leikmönnum Tindastóls. Drengirnir hafa leikið tvö leiki í B-deild Kjarnafæðismótsins, riðli 1, og unnið þá báða. Þeir sigruðu KA 4, 4-1 og Samherja, 5-1. Hamrarnir hafa sömuleiðis unnið báða sína leiki sitja í öðru sæti riðilsins, á eftir Tindastóli, en liðin eru bæði með 6 stig en Stólarnir með betri markatölu.
Kvennaliðið á leik á Sunnudaginn 23. janúar klukkan 16:00 á móti Völsung. Stelpurnar hafa leikið einn leik í mótinu fram að þessum leik en þær töpuðu 3-0 fyrir Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir um síðustu helgi. Það er þó mat undirritaðs að úrslitin gefi ekki góða mynd af gangi leiksins. Þetta mun vera fyrsti leikur Völsungs í mótinu.
Samkvæmt gildandi sóttvarnarlögum er áhorfendabann á kappleikjum.