- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í fjórða sinn á Húsavík helgina 20.-22 júní.
Mótið var haldið fyrsta sinni á Hvammstanga árið 2011 og heppnaðist svo vel, að ákveðið var að gera mótið að árlegum viðburði. Síðan hafa mótin verið haldin í Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal.
Mótið á Húsavík verður sett á föstudagskvöldi kl. 20 með hátíðlegri athöfn.
Keppt er í fjölmörgum greinum á mótinu s.s. frjálsíþróttum, sundi, golfi, blaki, boccia, bridds, dansi, skák og ýmsum starfsíþróttum. Auk þess verða ýmsar sýningar og kynningar á greinum, sem e.t.v. verða keppnisgreinar í framtíðinni.
Frjálsíþróttakeppni mótsins hefst á laugardegi kl. 14, og er fram haldið á sunnudegi kl. 10.
Skagfirðingar hafa alltaf teflt fram harðsnúnum keppendum í frjálsíþróttakeppninni, sem og öðrum greinum.