- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum ih. 2015 fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 28. febrúar. Þrír Skagfirðingar kepptu í liði Norðurlands og náðu þau öll sínum besta árangri.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 2. sæti í hástökki, stökk 1,67m (jöfnun á skagfirsku meti og pm.). Hún varð einnig í 4. sæti í 60m grindahlaupi á 9,38sek (pm. jöfnun).
Ísak Óli Traustason varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 8,72sek (pm), hann var einnig í sveit Norðurlands sem varð í 2. sæti í 4x200m boðhlaupi.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir varð í 3. sæti í þrístökki með 11,05m (pm), hún var einnig í sveit Norðurlands sem varð í 3. sæti í 4x200m boðhlaupi.
Í kvennaflokki
sigraði ÍR með 66 stig, 2. FH 55, 3. Norðurland 50, 4. Breiðablik 33,
Fjölnir/Afturelding 29, 6. Ármann 5 stig.
Í karlaflokki
sigraði ÍR með 67 stig, 2. FH 57, 3. Norðurland 40, 4. Breiðablik 34, 5. Ármann
26, 6. Fjölnir/Afturelding 23 stig.
Samanlagt sigruðu ÍR-ingar því með 133 stig, 2. FH 112, 3. Norðurland 90, 4. Breiðablik 67, 5. Fjölnir/Afturelding 52, 6. Ármann 31 stig.
ÚRSLIT !