- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
48. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum fór fram í Reykjavík helgina 31. ágúst og 1. september.
Norðlendingar sendu sameiginlegt lið, skipað íþróttafólki úr UMSS, UFA, UMSE og HSÞ.
Úrslit heildarstigakeppninnar:
1. ÍR 174,5 stig, 2. FH 166 stig, 3. Norðurland 150 stig, 4. HSK 120,5 stig, 5. Breiðablik 118 stig. Sama röð var einnig á þremur efstu liðum bæði í karla- og kvennaflokki.
Árangur Skagfirðinganna:
Björn Margeirsson varð í 2. sæti í 1500m og 3. sæti í 800m hlaupum.
Guðjón Ingimundarson varð í 3. sæti í 400m grind. og 4. sæti í 110m grindahlaupi.
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir varð í 4. sæti í 400m grind. og 800m hlaupi.
Þá var hún einnig í sveit Norðlendinga í 1000m boðhlaupi kvenna sem varð í 2. sæti.
Karlasveit
Norðlendinga sigraði í 4x100m boðhlaupi og varð í 2. sæti í 1000m boðhlaupi, en
í báðum sveitunum voru 3 Skagfirðingar, Daníel Þórarinsson, Guðjón
Ingimundarson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.
Öll úrslit má sjá HÉR !