- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar. Fimm aðilar sendu lið til keppni bæði í flokkum karla og kvenna. Það voru Norðlendingar, sem sendu sameiginlegt lið eins og undanfarin ár, Breiðablik, FH, HSK og ÍR sem sendi 3 lið í báða flokka, auk þess sem Ármann sendi lið til keppni í karlaflokki.
ÍR-ingar áttu titla að verja í kvennaflokki og samanlagðri stigakeppni, en Norðlendingar sigruðu í karlakeppninni í fyrra. Keppnin núna var æsispennandi, en úrslit urðu sem hér segir:
Kvennaflokkur: 1. ÍR 70 stig, 2. Norðurland 70 stig, 3. FH 64 stig.
Karlaflokkur: 1. ÍR 75 stig, 2. Norðurland 71 stig, 3. FH 68 stig.
Samanlagt: 1. ÍR 145 stig, 2. Norðurland 141, 3. FH 132 stig, 4. Breiðablik 82 stig, 5. ÍR-b 81 stig, 6. ÍR-c 52,5 stig, 7. Ármann 52,5 stig, 8. HSK 52 stig.
Árangur Skagfirðinganna sem kepptu í liði Norðurlands:
Jóhann Björn Sigurbjörnsson: Sigraði í 60m hlaupi á 6,95sek, bætti tíma sinn frá Reykjavíkurleikunum sem var besti tími Íslendings frá 2009.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir: 2. sæti í hástökki með 1,66m, jöfnun á skagfirska héraðsmetinu sem hún jafnaði líka fyrir hálfum mánuði.
Guðjón Ingimundarson: 2. sæti í 60m grindahlaupi á 8,95sek sem er nálægt hans besta tíma.
Jóhann Björn og Daníel Þórarinsson voru svo í sveit Norðlendinga sem sigraði í 4x400m boðhlaupi. Tími sveitarinnar var 3:19,69mín, sem er næstbesti tími íslenskrar sveitar og aðeins 0,58sek frá Íslandsmeti ÍR frá 2012.
Það er ljóst að frjálsíþróttir standa vel á Norðurlandi og samvinnan þar er að skila árangri.
Til hamingju Norðlendingar !