- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Veðurguðirnir skeyttu skapi sínu á gestum 27. Landsmóts UMFÍ á Selfossi um helgina. Ungt og hresst íþróttafólk lét það ekki buga sig og vann mörg góð afrek.
Í frjálsíþróttakeppninni stóðu Skagfirðingar fyrir sínu að vanda.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir varð í 3. sæti í þrístökki.
Karlasveit UMSS í 4x100m boðhlaupi, skipuð þeim Sveinbirni Óla Svavarssyni, Ísak Óla Traustasyni, Guðjóni Ingimundarsyni og Daníel Þórarinssyni, lauk hlaupinu í 3. sæti.
Mótshaldarar úr HSK lentu í margvíslegum erfiðleikum við framkvæmd mótsins vegna veðursins, en þeir eiga heiður skilinn fyrir framkvæmdina.
Kærar þakkir Skarphéðinsmenn fyrir 27. Landsmót UMFÍ !