- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí.
Keppendur voru alls um 200 frá 16 félögum og samböndum.
Lið UMSS stóð sig frábærlega á mótinu og vann 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum sem keppt var í, og alls til 30 verðlauna, 10 gull-, 10 silfur og 10 bronsverðlauna.
Í heildarstigakeppni mótsins sigraði ÍR, en UMSS varð í 4. sæti af liðunum 16.
Verðlaunahafar UMSS:
Daníel Þórarinsson (20-22) sigraði í 100m, 200m og 400m hlaupum.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í 100m grindahlaupi og varð í 2. sæti í hástökki, langstökki og spjótkasti.
Linda Björk Valbjörnsdóttir (20-22) sigraði í hástökki og 800m hlaupi, varð í 2. sæti í langstökki og sleggjukasti, og í 3 sæti í kringlukasti og spjótkasti.
Ísak Óli Traustason (18-19) sigraði í 110m grindahlaupi, varð í 2. sæti í kúluvarpi og 3. sæti í 200m hlaupi og langstökki.
Vésteinn Karl Vésteinsson (15) sigraði í sleggjukasti og varð í 3. sæti í langstökki.
Guðjón Ingimundarson (20-22) sigraði í 110m grindahlaupi.
Sveit UMSS (20-22) sigraði í 4x100m boðhlaupi, sveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Daníel Þórarinsson, Guðjón Ingimundarson og Ísak Óli Traustason.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (16-17) varð í 2. sæti í 100m grindahlaupi, hástökki og þrístökki, og í 3. sæti í 400m og langstökki.
Gunnar Freyr Þórarinsson (15) varð í 2. sæti í sleggjukasti.
Vignir Gunnarsson (20-22) varð í 3. sæti í hástökki og sleggjukasti.
Sveinbjörn Óli Svavarsson (16-17) varð í 3. sæti í 100m hlaupi.
Öll úrslit mótsins má sjá HÉR !