- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60 m hlaupi á alþjóðamótinu Reykjavik International Games, sem fram fór í Laugardalshöllinni 19. janúar. Jóhann hljóp á frábærum tíma 6,96 sek, í öðru sæti varð breski hlauparinn Daniel Gardiner á sama tíma, og í 3. sæti varð Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA á 7,03 sek. Tími Jóhanns Björns er sá besti sem Íslendingur hefur náð á vegalengdinni síðan í febrúar 2009.
Fleiri Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig vel. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 2. sæti í hástökki, og Guðjón Ingimundarson og Ísak Óli Traustason urðu í 2. og 3. sæti sæti í 60m grindahlaupi.