Góður árangur UMSS á MÍ 15-22

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, var haldið í Kópavogi helgina 10.-11. ágúst.

Skráðir keppendur voru 202, frá 16 félögum og samböndum, í þeim hópi voru 15 frá UMSS.

 

Skagfirðingarnir lönduðu 6 Íslandsmeistaratitlum og unnu alls til 22 verðlauna, 6 gull, 11 silfur og 5 brons.

Í samanlagðri stigakeppni mótsins sigraði ÍR með 469 stig og Breiðablik varð í  2. sæti með 352.  Mjög hörð keppni varð um næstu fjögur sæti, en í 3. sæti varð HSK/Selfoss með 181, 4. sæti UFA 180 stig, 5. sæti FH 180 stig og í 6. sæti, af 16 liðum, varð UMSS með162 stig.

Í einstökum aldursflokkum varð Stúlknalið UMSS 16-17 ára í 2. sæti á eftir ÍR, Stúlknalið UMSS 15 ára í 3. sæti á eftir Bbliki og UFA og Piltalið UMSS 18-19 ára í 3. sæti eftir Bbliki og ÍR.

 

Verðlaunahafar UMSS á MÍ 15-22 ára 2013:

 

Guðjón Ingimundarson (20-22): Ísl.meistari í 110m og 400m grindahlaupum.

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (15):  Ísl.meistari í þrístökki, 2. sæti í 100m, 200m og 400m hlaupum, 80m og 300m grindahlaupum og langstökki.

Ísak Óli Traustason (18-19):  Ísl.meistari í 110m grindahlaupi, 2. sæti í hástökki og 3. sæti í langstökki.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17):  Ísl.meistari í kringlukasti og 3. sæti í hástökki.

Daníel Þórarinsson (18-19):  Ísl.meistari í 400m hlaupi og 3. sæti í 100m hlaupi.

Haukur Ingvi Marinósson (15):  2. sæti í kringlukasti og 3. sæti í sleggjukasti.

Ragnar Yngvi Marinósson (15):  2. sæti í 1500m hlaupi.

Sveinbjörn  Óli Svavarsson (16-17):  2. sæti í 400m grindahlaupi. 

Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17):  2. sæti í 400m hlaupi.

 

Stúlknasveit UMSS (16-17):  3. sæti í 4x100m boðhlaupi.  Sveitina skipuðu Fríða Ísabel Friðriksdóttir, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Þorgerður Bettína Friðriksdóttir.

 

Glæsilegur árangur hjá þessu unga íþróttafólki.

Til hamingju !

 

ÚRSLIT !