- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 2014, aðalhluti, fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði helgina 12.-13. júlí. Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Tindastól/UMSS, varð tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki, sigraði bæði í 100m og 200m hlaupum. Alls unnu Skagfirðingar 2 gull-, 3 silfur- og 1 bronsverðlaun á mótinu.
Verðlaunahafar UMSS:
Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 100m hlaupi á 10,77sek og 200m hlaupi á 21,83sek.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð í 2. sæti í 100m grindahlaupi á 15,66sek (pm), og hástökki með 1,63m.
Daníel Þórarinsson varð í 3. sæti í 400m hlaupi á 50,51sek (pm).
Þá varð karlasveit UMSS í 2. sæti í 4x100m boðhlaupi á 43,38sek, en í sveitinni voru Sveinbjörn Óli Svavarsson, Daníel Þórarinsson, Ísak Óli Traustason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.
Lokastaða efstu liða í heildarstigakeppninni á MÍ-aðalhluta í frjálsíþróttum:
Alls sendu 13 félög og héraðssambönd keppendur.
(Fjöldi skráðra keppenda í svigum).
Viðtal Mbl.is við Jóhann Björn !
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||