MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

 

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Hafnarfirði helgina 22. – 23. júní.

Keppendur voru 240 frá 19 félögum og samböndum.  Frá UMSS voru 6 keppendur, sem stóðu sig mjög vel, og unnu þrenn verðlaun á mótinu.

 

Verðlaunahafar UMSS:

Berglind Gunnarsdóttir (12): 2. sæti í kúluvarpi.

Guðný Rúna Vésteinsdóttir (11): 3. sæti í kúluvarpi.

Vala Rún Stefánsdóttir (14): 3. sæti í spjótkasti.

 

Í samanlagðri stigakeppni mótsins sigraði lið HSK/Selfoss með 682 stig, ÍR varð í 2. sæti með 664 stig og FH í 3. sæti með 581.  Lið UMSS varð í 11. sæti með 61,5 stig.

 

Öll úrslit má sjá HÉR !