- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Norðurlandameistaramótið í frjálsíþróttum fyrir 19 ára og yngri fer fram í Espoo í Finnlandi helgina 17.-18. ágúst. Mótið er bæði einstaklingskeppni og liðakeppni, þar sem Finnar, Norðmenn og Svíar senda 2 keppendur í hverja grein, en Íslendingar og Danir senda sameiginlegt lið sem fyrr. Í íslenska hópnum eru 8 stúlkur og 8 piltar, þau sem hafa staðið sig best á mótum sumarsins, meðal þeirra er Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól / UMSS.