- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Sænski frjálsíþróttaþjálfarinn Pekka Dahlhöjd lést mjög skyndilega á 57. afmælisdegi sínum nú nýlega.
Pekka kom til Sauðárkróks árið 1997 og hélt þá mjög fjölmennt stangarstökksnámskeið, á vegum Frjálsíþróttadeildar Tindastóls, að frumkvæði Gísla Sigurðssonar, eins og margir muna.
Hann hafði þá komið að þjálfun Jóns Arnars Magnússonar og síðar þjálfaði hann líka Völu Flosadóttur.
Frá því að Gauti Ásbjörnsson flutti til Gautaborgar hefur hann notið leiðsagnar Pekka.
Pekka var síðast hér á landi með sænska unglingalandsliðinu á Akureyri 2010.
Pekka Dahlhöjd var sjálfur stangarstökkvari og tugþrautarmaður á yngri árum, en helgaði líf sitt á seinni árum algerlega þjálfarastarfinu og þjálfaði flesta af bestu stangarstökkvurum Svía.
Hans er nú sárt saknað af frjálsíþróttafólkinu í Gautaborg.