- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
19. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 31. jan.- 1. febrúar og stendur mótið frá kl. 9 – 18 báða dagana. Mótið nú verður það fjölmennasta frá upphafi, en um 800 keppendur eru skráðir til leiks, frá 31 félagi eða sambandi, þar á meðal eru 28 Skagfirðingar.
Mótið er fyrir alla aldursflokka, frá 8 ára til fullorðinna. Þau yngstu 8 - 10 ára taka þátt í fjölþraut, en þau eldri keppa í hefðbundnum greinum.
Í fyrsta skipti verða veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt, en það býður ekki aðeins upp á að raða keppendum í röð eftir árangri í keppninni, heldur líka eftir því hvað þeir hafa bætt árangur sinn mikið. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest.