- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
16. Unglingalandsmót UMFÍ var
haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir fremur kalda og vindasama daga,
gekk mótið vel fyrir sig og þátttakendur skemmtu sér vel.
Keppendur
UMSS í frjálsíþróttum unnu til 12 verðlauna á mótinu, 2 gull, 5 silfur og 5 brons.
Verðlaunahafar
UMSS:
Vala
Rún Stefánsdóttir (14): 1. sæti í
spjótkasti, 2. sæti í kúluvarpi og 2.-3.sæti í hástökki.
Stúlknasveit
UMSS (16-17): 1. sæti í 4x100m
boðhlaupi. Í sveitinni voru Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Fríða Ísabel
Friðriksdóttir, Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Þorgerður Bettína
Friðriksdóttir.
Fríða
Ísabel Friðriksdóttir (15): 2. sæti í
100m hlaupi og langstökki.
Þorgerður
Bettína Friðriksdóttir (16-17): 2. sæti
í 100m hlaupi og 3.-4. sæti í hástökki..
Berglind
Gunnarsdóttir (12): 3. sæti í kúluvarpi.
Haukur
Ingvi Marinósson (15): 3. sæti í
kúluvarpi.
Ragna
Vigdís Vésteinsdóttir (16-17): 3. sæti í
langstökki.
Piltasveit UMSS og fl. (14): 3. sæti í 4x100m boðhlaupi. Rúnar Ingi Stefánsson og Halldór Broddi Þorsteinsson mynduðu sveitina ásamt hlaupurum úr HSS og UDN.
ÚRSLIT !
Til hamingju með árangurinn.