- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Nú standa yfir skráningar í Vetrar-TÍM, en þangað inn þarf að skrá alla iðkendur íþrótta hjá Tindastól, 18 ára og yngri. Öll börn og unglingar sem æfa frjalsar, fótbolta, körfu og sund hjá Tindastól skal skrá inn í kerfið.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 23.október.
Upplýsingar um æfingatöflur og æfingagjöld má finna á vefsíðum deildanna.
Kerfið er hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu, að halda utan um iðkendaskrána og er innheimta gerð með sameiginlegum greiðsluseðli fyrir allar deildir. Fyrri greiðsluseðillinn verður sendur út í lok október og sá síðari í febrúar 2013.
Foreldrar barna með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatapeningum að upphæð kr. 8.000 einu sinni á ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Nánari upplýsingar má fá og fyrirspurnir senda á netfangið tim@skagafjordur.is.