- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram á Þórsvelli á Akureyri sunnudaginn 20. ágúst. Til leiks mættu 9 lið: FH A og B, Fjölnir/Afturelding, HSK A og B, HSÞ, ÍBR, SAMVEST og UFA/UMSS.
Í sameinuðu liði Ungmennasambands Skagafjarðar og Ungmennafélags Akureyrar kepptu 6 Skagfirðingar og 10 Akureyringar. Liðið náði mjög góðum árangri, hafnaði í 3. sæti í heildarkeppninni, 2. sæti í stúlknaflokki og 6. sæti í piltaflokki.
Úrslit heildarstigakeppninnar urðu sem hér segir:
1. HSK-A 145 stig, 2. ÍBR 120 stig, 3. UFA/UMSS 110 stig, 4. FJÖLELDING 108,5 stig, 5. HSÞ 87 stig, 6. HSK-B 73 stig, 7. SAMVEST 62 stig, 8. FH-A 53 stig, 9. FH-B 29,5 stig.
Í stúlknaflokki: 1. HSK-A 76 stig, 2. UFA/UMSS 71 stig....
Í piltaflokki: 1. HSK-A 69 stig, 2. FJÖLELDING 56 stig 3. ÍBR 53 stig, 4. HSÞ 46 stig, 5. HSK-B 45 stig, 6. UFA/UMSS 39 stig....
Árangur Skagfirðinganna var sem hér segir:
Andrea Maya Chirikadzi (14): 4. sæti í kúluvarpi.
Aníta Ýr Atladóttir (15): 6. sæti í kringlukasti.
Guðný Rúna Vésteinsdóttir (15): 5. sæti í 400m hlaupi.
Indriði Ægir Þórarinsson (13): 7. sæti í kúluvarpi.
Óskar Aron Stefánsson (13): 6. sæti í spjótkasti og 7. í kringlukasti.
Steinar Óli Sigfússon (13): 6. sæti í 1500m hlaupi.
Þess má geta, að skagfirsku piltarnir sem eru allir 13 ára, kepptu því með þyngri kastáhöldum en þeir eru vanir, og kepptu í mörgum tilfellum við pilta sem eru tveimur árum eldri.
Til hamingju öll með góðan árangur !
Allar upplýsingar um keppnina má finna HÉR !