- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
53. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í umsjón FH.
Að þessu sinni stóð Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) að sameiginlegu liði með Kraftlyftingafélagi Akureyrar (KFA). Önnur lið sem kepptu voru: Breiðablik, FH-A, FH-B, FJÖELDING (Fjölnir/Afturelding), HSK, ÍR-A og ÍR-B.
Á síðasta ári sigraði ÍR-A í samanlagðri stigakeppni og í stigakeppni karla, en FH-A sigraði í stigakeppni kvenna.
Úrslit í Bikarkeppni FRÍ 2019:
Heildarstigakeppni: 1. FH-A 135 stig, 2. ÍR-A 118, 3. Breiðablik 86, 4. UMSS/KFA 77, 5. ÍR-B 64, 6. Fjölnir/Afturelding 58, 7. FH-B 51, 8. HSK 49 stig.
FH-A sigraði einnig bæði í karla- og kvennaflokkum.
Aðeins 3 lið unnu til gullverðlauna í einstökum greinum: FH-A í 10 greinum, ÍR-A í 6 greinum og UMSS/KFA í 2 greinum.
Ísak Óli Traustason sigraði í 110m grindahlaupi á 14,90sek (v:-0,5). Pm - átti fyrir 14,92sek.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 100m hlaupi á 10,72sek (v:-0,4).
Þá unnu félagarnir úr KFA einnig til verðlauna: Glódís Edda Þuríðardóttir vann silfur í 100m grind. og brons í 400m hlaupi, og Arnar Valur Vignisson brons í 400m.
Sveitir UMSS/KFA unnu báðar til verðlauna í 1000m boðhlaupum, silfur í karlaflokki og brons í kvennaflokki.
HÉR má sjá upplýsingar um Bikarkeppni FRÍ 2019.
Til hamingju með góðan árangur UMSS / KFA !