- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 28.-29. janúar. Keppendur voru alls um 300, þar af 4 Skagfirðingar. Andrea Maya Chirikadzi og Stefanía Hermannsdóttir kepptu í flokki 14 ára stúlkna, og Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson í flokki 13 ára pilta.
Á fyrri degi mótsins sigraði Andrea Maya Chirikadzi í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna, kastaði 9,64m.
Til hamingju Andrea Maya ! Allir keppendur UMSS stóðu sig með miklum sóma.
Hér má sjá keppendalista, tímaseðil og úrslit.