- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Frjálsíþróttamót sumarsins utanhúss eru hafin fyrir alvöru, og hafa Skagfirðingar byrjað keppnistímabilið vel
Smáþjóðaleikarnir voru haldnir í Svartfjallalandi 29.-31. maí, og þar kepptu félagarnir Ísak Óli Traustason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson í landsliði Íslands.
Ísak Óli vann til sifurverðlauna í 110m grindahlaupi á 14,85sek (pm-átti 14,92sek), varð í 4. sæti í langstökki með 7,01m, og hljóp í sveitum Íslands í 4x100m boðhlaupi sem varð í 3. sæti, og í 4x400m boðhlaupi sem varð líka í 3. sæti.
Jóhann Björn varð í 5. sæti í 100m hlaupi á 11,05sek. Í 200m hlaupinu var hann með fjórða besta tímann 22,22sek í undanrásum, en gat því miður ekki hlaupið úrslitahlaupið vegna meiðsla, hann missti því einnig af keppni í 4x100m boðhlaupinu.
KFA-Sérgreinamót fór fram á Þórsvelli á Akureyri 26. maí.
Stefanía Hermannsdóttir varð í 2. sæti í spjótkasti 16-17 ára (500g), kastaði 35,38m (pm-átti 34,47m), sem er nýtt skagfirskt héraðsmet í þessum flokki.
Sveinbjörn Óli Svavarsson sigraði í 100m hlaupi á 11,17sek (pm-átti 11,27sek).
Vormót HSK var haldið á Selfossvelli 20. maí.
Ísak Óli Traustason sigraði í 110m grindahlaupi á 14,92sek (pm-átti 15,10sek), og varð í 3. sæti í kringlukasti með 39,29m (pm-átti 35,96m).
Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 100m hlaupi á 11,07sek.
Næstu stórmót eru 1. Sumarmót UMSS 11. júní á Sauðárkróksvelli, MÍ 15-22 ára 15.-16. júní á Selfossvelli og MÍ 11-14 ára á Laugardalsvelli í Reykjavík 22.-23. júní.